Stofan býður upp á tvær gerðir af tannhvíttun, heima hvíttunarsett og hvíttun sem er gerð á stofunni.
Tannlæknir byrjar á því að fara yfir hvaða meðferð hentar hverjum og einum sjúklingi.
Cavex býður upp á þriggja þrepa hvíttunar lausn fyrir örugga og árangursríka tannhvíttun.
Mát er tekið af tönnum og gerðar eru sérstakar skinnur sem sjúklingur fær með Cavex Bite & White ABC Master settinu og tekur með sér heim.
Aðferðin samanstendur af eftirfarandi skrefum:
Skref 1: Virkjaðu tennurnar með Stainless næringarkremi
Hreinsaðu tennurnar vandlega með Cavex Bite&White Stainless næringarkremi. Fyrir utan að hreinsa tennurnar hækkar þetta næringarkrem sýrustig í munni og hámarkar afköst hvíttunargelsins.
Skref 2: Hvíttun með Bite&White hvíttunargeli.
Settu eina línu af hvíttunargelinu í skinnina og vertu með í munninum í 30 til 60 mínútur til að ná sem bestum hvíttunar árangri fljótt og örugglega. Sýnt hefur verið fram á að Cavex-hvíttunargel sé áhrifaríkt jafnvel eftir eitt skipti.
Skref 3: Aðlögun með ExSense næringarkremi
Eftir hvíttun veitir Cavex Bite&White ExSense næringarkrem góða næringu fyrir tennurnar eftir meðferð og minnkar líkurnar á kuli. Skinnurnar eru hreinsaðar af öllu hvíttunargeli. Síðan er ExSense borið í skinnurnar og haft í munn í 5-10 mínútur.
Með þessum þremur einföldu skrefum veitir Cavex ABC Masterkit mjög áhrifaríka, örugga og umfram allt þægilega hvíttunarmeðferð.
Fyrir meðferð er farið vel yfir með sjúklingi hvernig skrefin eru gerð og í settinu eru einnig mjög skýrar leiðbeiningar á íslensku.
Með settinu koma 3 x 3 ml. sprautur með hvíttunargeli sem duga fyrir 15 daga meðferð. Á sprautunum er lok og er mælt með að loka þeim eftir notkun. Einnig fylgir með Stainless næringarkrem og ExSense næringarkrem með settinu.
Byrjað er að bera á tannholdið sérstakt efni til varnar þess að tannhvíttunar efni efnið fari ekki á holdið. Síðan er borið á tannhvíttunar efni sem er mjög sterkt og við það lýsast tennurnar mjög mikið en eftir að tennurnar hafa náð fyrri raka má sjá lokaútkomuna. Meðferðin tekur oftast um 2 klukkustundir. Til þess að viðhalda árangrinum mælum við með að fólk fá sérstakar skinnur og hvíttunarefni til þess að nota heima.
Við bjóðum upp á úrvals tannskraut frá viðurkenndum aðilum eins og t.d. Twinkles https://www.twinkles.net/
Einnig höfum við sérsmíðað grillz í samvinnu við gullsmið.
Tannlæknastofa Kópavogs | Vallakór 4, 3. hæð | 203 Kópavogur
Tannlæknastofa Vesturbæjar | Sólvallagata 84 | 101 Reykjavík
Hafa samband | S. 561 2500
Þessi síða notar vafrakökur (cookies). Sjá skilmála um vafrakökur