Með góðu og reglulegu eftirliti er hægt að lágmarka tannskemmdir og tannholdsbólgur. Í reglubundnu eftirliti eru tennur skoðaðar, slímhúð og tunga. Á u.þ.b. 12 mánaða fresti eru teknar röntgen myndir. Á myndunum eru bæði tennur og bein greind. Allar tennur eru hreinsaðar bæði með rótarheflun og profi skolun.
Við notum eingöngu hvít tannfyllingarefni og markmið okkar er að fyllingin bæði lagi skemmdina og bæti útlit tannarinnar. Alltaf er leitast við að tannfyllingin hafi sem náttúrulegast útlit tannar og valin er litur sem hentar hverri tönn fyrir sig.
Hægt er að gera færslur á einni eða fleiri tönnum með glærum skinnum. Skinnunum er skipt út á tveggja vikna fresti og þurfa þær að vera á tönnunum í 22 klukkustundur á sólarhring. Meðferðaráætlun fyrir tannfærsluna er vel yfirfarin og útfærð af tannlæknum og sjúklingum áður en ferlið hefst. Frekari tannréttingar fara fram hjá sérfræðingi.
Hægt er að lýsa tennur með sérstökum efnum, við notum efni sem eru sett í sérsmíðaða tannskinnur sem eru notaðar heima.
Við notum eingöngu hvít tannfyllingarefni og markmið okkar er að fyllingin bæði lagi skemmdina og bæti útlit tannarinnar.
Hægt er að lengja og stytta tennur, loka bilum milli tanna bæði með tannfyllingar efnum og krónum.
Hægt er að fara í heildar útlitsbreytingu með krónum.
Þegar tönn hefur skemmst mikið og sýking er komin inn að tannkviku þarf að fjarlægja pulpu tannar. Til þess að tryggja að sýking sé farin þarf stundum eina eða fleiri heimsóknir til að tryggja að sýkingin sé farin.
Stundum þarf að setja sérsmíðaða krónu yfir tönn sem er mikið skemmd og þarf því aukinn stuðning. Þetta má einnig gera til þess að breyta formi og útliti tannar til þess að bæta útlit hennar.
Tönn orðin svo slæm að ekki er hægt að bjarga henni
Hrotugómar hjálpa til við að lágmarka hrotur á nóttunni og aðstoðar við kæfisvefn. Gnísturgómar eru notaðir þegar sjúklingur gnístir mikið á nóttunni, léttir á álagi, minnkar vöðvabólgu og lágmarkar tannbrot.
Titanium skrúfa sem komið er fyrir í beini eftir að tönn hefur tapast.
Tannplantar (e. dental implants) koma í staðinn fyrir tennur sem hafa tapast og þar sem engar rætur eru lengur til að byggja á.
Tannplantar eru líka notaðir til að festa lausa gervigóma. Notaðar eru smellur til að festa gervigóma á tannplanta og er gómunum einungis smellt af þegar tennurnar eru hreinsaðar. Áður en tannplantameðferð hefst, þarf að meta hvort kjálkabeinið sé nægjanlega gott þar sem tannplantinn verður settur. Þegar búið er að setja tannplantann í kjálkabeinið þarf venjulega að bíða í þrjá til sex mánuði meðan beinið grær að tannplantanum. Þegar tannplantinn er orðinn fastur í beininu er gerð afsteypa af honum og tönnunum í kring. Þá er mögulegt fyrir tannsmiðinn að smíða nýja tönn eða tennur. Tönnin er síðan fest á tannplantann og meðferð lýkur.
Tannlæknastofa Kópavogs | Vallakór 4, 3. hæð | 203 Kópavogur
Tannlæknastofa Vesturbæjar | Sólvallagata 84 | 101 Reykjavík
Hafa samband | S. 561 2500
Þessi síða notar vafrakökur (cookies). Sjá skilmála um vafrakökur